Ekki þarf alltaf að vísa í veskið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 09:00 Sex risaeðlur ætla að heilsa upp á almenning í miðbænum um helgina. Þær eru komnar til þess að skoða mannlífið og Ísland. Þær eru hins vegar grænmetisætur svo engan mun saka. Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira