Hörður Axel segir ófrjósemina ekki gera sig að minni manni Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 15:00 Hafdís Hafsteinsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og dóttir þeirra. Hörður Axel Vilhjálmsson Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna. Frjósemi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna.
Frjósemi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira