Ótrúlegt afrek að það hafi munað svona litlu i gullið Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:37 Íslenska liðið stóð sig frábærlega í dag mynd/kristinn arason Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason. Fimleikar Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason.
Fimleikar Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira