Vilja útiloka að um sjálfsskaða sé að ræða í hnífsstungumálinu Snærós Sindradóttir skrifar 9. janúar 2017 08:00 Umfangsmikil leit fór af stað að árásarmanninum í hnífsstungumálinu í Kópavogi en hvorki hefur gengið né rekið í rannsókninni. vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að réttarmeinafræðingur útiloki að um sjálfsskaða hafi verið að ræða þegar starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í Kópavogi var stunginn í handlegg 19. desember síðastliðinn. Ástæðan er sú að hvorki gengur né rekur að finna geranda í málinu og rannsókn miðar ekkert áfram. Lögreglu var tilkynnt um málið að morgni dags þess nítjánda en þá tilkynnti kona að hún hefði slasast eftir hnífsárás manns. Maðurinn á, að sögn konunnar, að hafa verið með grímu kennda við kvikmyndina Scream á andliti og skilið bæði hníf og grímu eftir þegar hann flúði vettvang. Konan hlaut rispu á handleggi eftir átökin. Samkvæmt heimildum frá lögreglu fundust ekki nothæf fingraför á hnífnum sem notaður var við verknaðinn. Verið er að rannsaka hvort lífsýni hafi fundist í grímunni sem skilin var eftir á vettvangi og hvort möguleg lífsýni séu á skrá lögreglu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir afar sjaldgæft að mál sem þetta upplýsist ekki. Sama dag og málið kom upp handtók lögregla mann grunaðan um verkið en honum var sleppt fljótlega. Grímur segir alveg útilokað að sá maður hafi nokkuð með málið að gera.Gríma á borð við þessa var skilin eftir á vettvangi.Vegna þess hve sjaldgæft er að mál sem þetta upplýsist ekki er sömuleiðis ákaflega sjaldgæft að lögreglan óski eftir því að kanna hvort um sjálfsskaða hafi verið að ræða. Það var þó gert í líkamsárásarmáli sem kom upp í febrúar á síðasta ári þegar kona tilkynnti að á hana hefði ráðist ókunnugur maður á heimili hennar, við Móabarð í Hafnarfirði, veitt henni alvarlega áverka og brotið gegn henni kynferðislega. Fimm dögum síðar tilkynnti konan aftur um árás sama manns sem einnig fól í sér kynferðisbrot og grófa líkamsárás. Konan gat ekki gefið greinargóða lýsingu á árásarmanninum og lögregla lýsti eftir fölleitum, dökkhærðum og meðalháum karlmanni á miðjum aldri sem klæddur væri í svart. Umfangsmikil rannsókn og leit að geranda hófst í tengslum við málið sem lauk eftir að réttarmeinafræðingur lögreglu skilaði skýrslu um áverka konunnar. Einkenni áverka sem veittir voru með sjálfsskaða og réttarmeinafræðingur leitar eftir 1) Algengast er að notað sé eggvopn og skurðáverkar veittir. 2) Áverkarnir eru veittir við stýrða athöfn, sýna til dæmis samsíða skurði á litlu svæði og línur skarast síður. Skurðir eru flestir af sömu dýpt. 3) Marblettir hafa veikt eða ekkert samhengi við áverkana og eru jafnvel ekki til staðar. 4) Föt eru óskemmd. Óklædd líkamssvæði stundum aðeins sködduð. 5) Ákveðin líkamssvæði líklegri til að vera sköðuð. Viðkvæmari svæðum frekar hlíft. 6) Varnaráverkar ekki til staðar eða ódæmigerðir. 7) Áverkar safnast frekar á aðra hlið líkamans. 8) Áverkar koma aðeins fyrir á einu svæði líkamans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kópavogi gengur enn laus Rannsókn málsins miðar hægt. 23. desember 2016 10:07 Árásarmaðurinn í Kópavogi var með „scream“ grímu Skildi grímuna og hnífinn eftir. 21. desember 2016 13:07 Grímumaðurinn grunaður um skelfilega árás í Kópavogi gengur enn laus Unnið að greiningu lífsýna. 6. janúar 2017 11:12 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að réttarmeinafræðingur útiloki að um sjálfsskaða hafi verið að ræða þegar starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í Kópavogi var stunginn í handlegg 19. desember síðastliðinn. Ástæðan er sú að hvorki gengur né rekur að finna geranda í málinu og rannsókn miðar ekkert áfram. Lögreglu var tilkynnt um málið að morgni dags þess nítjánda en þá tilkynnti kona að hún hefði slasast eftir hnífsárás manns. Maðurinn á, að sögn konunnar, að hafa verið með grímu kennda við kvikmyndina Scream á andliti og skilið bæði hníf og grímu eftir þegar hann flúði vettvang. Konan hlaut rispu á handleggi eftir átökin. Samkvæmt heimildum frá lögreglu fundust ekki nothæf fingraför á hnífnum sem notaður var við verknaðinn. Verið er að rannsaka hvort lífsýni hafi fundist í grímunni sem skilin var eftir á vettvangi og hvort möguleg lífsýni séu á skrá lögreglu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir afar sjaldgæft að mál sem þetta upplýsist ekki. Sama dag og málið kom upp handtók lögregla mann grunaðan um verkið en honum var sleppt fljótlega. Grímur segir alveg útilokað að sá maður hafi nokkuð með málið að gera.Gríma á borð við þessa var skilin eftir á vettvangi.Vegna þess hve sjaldgæft er að mál sem þetta upplýsist ekki er sömuleiðis ákaflega sjaldgæft að lögreglan óski eftir því að kanna hvort um sjálfsskaða hafi verið að ræða. Það var þó gert í líkamsárásarmáli sem kom upp í febrúar á síðasta ári þegar kona tilkynnti að á hana hefði ráðist ókunnugur maður á heimili hennar, við Móabarð í Hafnarfirði, veitt henni alvarlega áverka og brotið gegn henni kynferðislega. Fimm dögum síðar tilkynnti konan aftur um árás sama manns sem einnig fól í sér kynferðisbrot og grófa líkamsárás. Konan gat ekki gefið greinargóða lýsingu á árásarmanninum og lögregla lýsti eftir fölleitum, dökkhærðum og meðalháum karlmanni á miðjum aldri sem klæddur væri í svart. Umfangsmikil rannsókn og leit að geranda hófst í tengslum við málið sem lauk eftir að réttarmeinafræðingur lögreglu skilaði skýrslu um áverka konunnar. Einkenni áverka sem veittir voru með sjálfsskaða og réttarmeinafræðingur leitar eftir 1) Algengast er að notað sé eggvopn og skurðáverkar veittir. 2) Áverkarnir eru veittir við stýrða athöfn, sýna til dæmis samsíða skurði á litlu svæði og línur skarast síður. Skurðir eru flestir af sömu dýpt. 3) Marblettir hafa veikt eða ekkert samhengi við áverkana og eru jafnvel ekki til staðar. 4) Föt eru óskemmd. Óklædd líkamssvæði stundum aðeins sködduð. 5) Ákveðin líkamssvæði líklegri til að vera sköðuð. Viðkvæmari svæðum frekar hlíft. 6) Varnaráverkar ekki til staðar eða ódæmigerðir. 7) Áverkar safnast frekar á aðra hlið líkamans. 8) Áverkar koma aðeins fyrir á einu svæði líkamans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kópavogi gengur enn laus Rannsókn málsins miðar hægt. 23. desember 2016 10:07 Árásarmaðurinn í Kópavogi var með „scream“ grímu Skildi grímuna og hnífinn eftir. 21. desember 2016 13:07 Grímumaðurinn grunaður um skelfilega árás í Kópavogi gengur enn laus Unnið að greiningu lífsýna. 6. janúar 2017 11:12 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Kópavogi var með „scream“ grímu Skildi grímuna og hnífinn eftir. 21. desember 2016 13:07
Grímumaðurinn grunaður um skelfilega árás í Kópavogi gengur enn laus Unnið að greiningu lífsýna. 6. janúar 2017 11:12