Innlent

Árásarmaðurinn í Kópavogi var með „scream“ grímu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Scream-hryllingsmyndirnar hafa verið afar vinsælar.
Scream-hryllingsmyndirnar hafa verið afar vinsælar.
Maðurinn sem stakk konu með hnífi í húsakynnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við Digranesveg í Kópavogi á mánudag var með grímu fyrir andlitinu, svokallaða „Scream“ grímu sambærilega þeirri sem notuð var í samnefndum hryllingsmyndum. Hann skildi grímuna og hnífinn eftir í Greiningarstöðinni. Mannsins er enn leitað.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Grímur segir að unnið sé að því að greina lífsýni á grímunni og hnífnum en árásarmaðurinn er enn sem komið er ófundinn. Engar öryggismyndavélar voru þar sem árásin var gerð.

Talsvert hefur borist af ábendingum um meintan geranda og hefur því ekki verið talin þörf á að lýsa eftir manninum, að sögn Gríms. Einn var handtekinn í tengslum við málið á mánudag en honum var sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum.

Maðurinn stakk konuna í handlegginn en hana sakaði ekki alvarlega.  


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Kópavogi

Lögreglan rannsakar nú hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×