Innlent

Árásarmaðurinn í Kópavogi gengur enn laus

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi á mánudag.
Frá vettvangi á mánudag. vísir/gva
Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við hnífstunguárásina í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á mánudag og enginn liggur undir grun. Rannsókn málsins miðar hægt, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Unnið er að því að greina lífsýni sem fundust á grímu sem árásarmaðurinn hafði fyrir andliti sínu og skildi eftir á vettvangi, sem og hnífnum sem hann notaði til verknaðarins. Grímur segir þó að slík greiningarvinna taki langan tíma.

Maðurinn stakk konu sem starfar hjá Greiningarstöðinni í handlegginn. Hana sakaði ekki alvarlega en leitaði á slysadeild til aðhlynningar. Þau áttu engin samskipti og engar öryggismyndavélar voru á svæðinu, og því hefur reynst erfitt að hafa uppi á manninum.

Grímur segir lögregluna hafa fengið nokkuð mikið af ábendingum varðandi málið síðustu daga og að unnið sé eftir þeim.

Árásarmaðurinn var með andlit sitt hulið með svokallaðri „Scream“-grímu, líkt og notuð var í samnefndum hryllingsmyndum.


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Kópavogi

Lögreglan rannsakar nú hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×