Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Heimir Guðjósson, kóngurinn í Krikanum til áraraða, mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. Vísir/Ernir „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira
„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira