Íslenska landsliðið spilar fyrri leikinn sinn á Katar-mótinu á móti Tékklandi á morgun en seinni leikurinn er síðan við Katar sex dögum siðar.
Þetta eru fyrstu leikir íslenska landsliðið eftir að liðið tryggði sig inn á HM í fyrsta sinn.
Margir í íslenska hópnum léku með sínum félagsliðum um helgina og tóku menn mismikinn þátt í æfingunni.
Leikurinn við Tékka fer fram á morgun miðvikudag og hefst hann klukkan 14:45 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.