„Ef ég er að fá ráðherrastól af því ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því hann er miðaldra karlmaður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. janúar 2017 11:45 Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist biðja um að vera dæmd af eigin verkum en ekki vegna þess að hún sé unga konan í nýrri ríkisstjórn Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist biðja um að vera dæmd af eigin verkum en ekki vegna þess að hún sé unga konan í nýrri ríkisstjórn. Þórdís er 29 ára gömul og er yngsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Hún segir jafnframt að Haraldur Benediktsson, oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafi sjálfur lagt til að hún fengi ráðherrastól og vísar því á bug að honum hafi fundist litið framhjá sér. Þórdís Kolbrún var í viðtali við Bítið í Bylgjunni í gær. „Ég ákvað að fara í prófkjör og vonaði auðvitað að það myndi ganga þannig að ég kæmist á þing. Og það gekk. Þannig að mér fannst nógu stórt skref að taka ákvörðun um það að vilja verða alþingismaður. Þegar hann sagði að hann ætlaði ekki að leita út fyrir þingflokkinn þá varð ég hugsi. Ég hélt hann myndi gera það en var mjög ánægð með að hann gerði það ekki vegna þess að í þingflokknum er fullt af flottum konum,“ segir Þórdís um val Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. „Þetta kom mér á óvart. ÉG vissi að það gæti alveg eins verið ég eins og hver annar og ég nálgaðist hann þannig og fór yfir það hvaða reynslu ég hef og þá mannkosti sem ég teldi að myndu gagnast í þessu starfi. En þetta er ákvörðun hans og forystunnar og svo þingflokksins.“En það voru ekki allir ánægðir með þessa uppstillingu „Nei nei. Það kom fram í gær hjá honum Páli Magnússyni. Haraldur sem er oddviti í mínu kjördæmi, Haraldur Benediktsson, hann lagði þetta til meðal annars við formanninn og þeir ræddu þetta saman. Hann nefndi það sérstaklega, kom því á framfæri við þingmenn að hann væri mjög sáttur við þetta. Haraldur er náttúrulega einstakur maður og mikill liðsmaður.“Sjá einnig:Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Þórdís Kolbrún bendir einnig á að hún hafi fengið góða kosningu í sínu prófkjöri og að mikilvægt sé að landsbyggðin hafi fulltrúa í ríkisstjórn. „Ég fór í prófkjör og óskaði eftir öðru sæti, fékk það og fékk flest greidd atkvæði í kjördæminu. 75 prósent þeirra sem tóku þátt settu mig á lista, þannig að mér gekk mjög vel í mínu prófkjöri. Talandi um svona kvóta og svona þá eru auðvitað hinir flokkarnir tveir sem eru með okkur í ríkisstjórn, þeir eru meira á höfuðborgarsvæðinu þannig að það var auðvitað mikilvægt að einhverjir kæmu inn í ríkisstjórnina af landsbyggðinni.“ Hún bendir á að tímarnir hafi breyst og að áður hafi almennt bara karlmenn verið í stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt að hann vilji hafa sem jöfnust hlutföll. Við erum ekki með skrifaðan kynjakvóta eða fléttulista eða þess háttar þannig að það er litið til þessara þátta eins og annarra. Ef maður hugsar hvernig það var áður fyrr þá var kannski ekki verið að horfa á að það væri mikilvægt að hafa konur, enda voru þetta almennt þá bara karlmenn. Það var ekki þessi sama eftirspurn eftir því að fá svona ungt fólk í bland við eldra og reynslumeira fólk. Þá var litið til þeirra þátta eins og af hvaða svæði menn komu og reynslunnar og bakgrunns og til hvaða fólks þessir einstaklingar eru að tala og svona.“Mikilvægt að ríkisstjórnin endurspegli samfélagið Þórdís segir það jafnframt ekki maklegt að segja að hún hafi fengið ráðherrastól vegna þess að hún sé kona. „Ég var spurð að þessu í gær og ef við tökum mig bara sem dæmi, ef ég er að fá ráðherrastól af því ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því hann er miðaldra karlmaður. Það er auðvitað augljóst að formaðurinn skipar eins sterkt lið og hann telur sig mögulega geta gert. Meðal annars þannig að, við erum í vinnu líka hjá kjósendum og við þurfum að geta talað við kjósendur og hópurinn þarf að geta endurspeglað samfélagið.“ Þórdís biður um að vera dæmd af verkum sínum. „Auðvitað er verið að tala um að það skipti máli að geta gert hlutina vel og svona en þá biður maður líka um það að vera dæmdur af verkum sínum en ekki að segja að ég sé unga konan sem var tekin með. Ég var tekin vel af því að fólk trúir því að ég geti gert hlutina vel.“Ekki bara því þú ert ung kona? „Nei að sjálfsögðu ekki.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00 „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist biðja um að vera dæmd af eigin verkum en ekki vegna þess að hún sé unga konan í nýrri ríkisstjórn. Þórdís er 29 ára gömul og er yngsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Hún segir jafnframt að Haraldur Benediktsson, oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafi sjálfur lagt til að hún fengi ráðherrastól og vísar því á bug að honum hafi fundist litið framhjá sér. Þórdís Kolbrún var í viðtali við Bítið í Bylgjunni í gær. „Ég ákvað að fara í prófkjör og vonaði auðvitað að það myndi ganga þannig að ég kæmist á þing. Og það gekk. Þannig að mér fannst nógu stórt skref að taka ákvörðun um það að vilja verða alþingismaður. Þegar hann sagði að hann ætlaði ekki að leita út fyrir þingflokkinn þá varð ég hugsi. Ég hélt hann myndi gera það en var mjög ánægð með að hann gerði það ekki vegna þess að í þingflokknum er fullt af flottum konum,“ segir Þórdís um val Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. „Þetta kom mér á óvart. ÉG vissi að það gæti alveg eins verið ég eins og hver annar og ég nálgaðist hann þannig og fór yfir það hvaða reynslu ég hef og þá mannkosti sem ég teldi að myndu gagnast í þessu starfi. En þetta er ákvörðun hans og forystunnar og svo þingflokksins.“En það voru ekki allir ánægðir með þessa uppstillingu „Nei nei. Það kom fram í gær hjá honum Páli Magnússyni. Haraldur sem er oddviti í mínu kjördæmi, Haraldur Benediktsson, hann lagði þetta til meðal annars við formanninn og þeir ræddu þetta saman. Hann nefndi það sérstaklega, kom því á framfæri við þingmenn að hann væri mjög sáttur við þetta. Haraldur er náttúrulega einstakur maður og mikill liðsmaður.“Sjá einnig:Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Þórdís Kolbrún bendir einnig á að hún hafi fengið góða kosningu í sínu prófkjöri og að mikilvægt sé að landsbyggðin hafi fulltrúa í ríkisstjórn. „Ég fór í prófkjör og óskaði eftir öðru sæti, fékk það og fékk flest greidd atkvæði í kjördæminu. 75 prósent þeirra sem tóku þátt settu mig á lista, þannig að mér gekk mjög vel í mínu prófkjöri. Talandi um svona kvóta og svona þá eru auðvitað hinir flokkarnir tveir sem eru með okkur í ríkisstjórn, þeir eru meira á höfuðborgarsvæðinu þannig að það var auðvitað mikilvægt að einhverjir kæmu inn í ríkisstjórnina af landsbyggðinni.“ Hún bendir á að tímarnir hafi breyst og að áður hafi almennt bara karlmenn verið í stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt að hann vilji hafa sem jöfnust hlutföll. Við erum ekki með skrifaðan kynjakvóta eða fléttulista eða þess háttar þannig að það er litið til þessara þátta eins og annarra. Ef maður hugsar hvernig það var áður fyrr þá var kannski ekki verið að horfa á að það væri mikilvægt að hafa konur, enda voru þetta almennt þá bara karlmenn. Það var ekki þessi sama eftirspurn eftir því að fá svona ungt fólk í bland við eldra og reynslumeira fólk. Þá var litið til þeirra þátta eins og af hvaða svæði menn komu og reynslunnar og bakgrunns og til hvaða fólks þessir einstaklingar eru að tala og svona.“Mikilvægt að ríkisstjórnin endurspegli samfélagið Þórdís segir það jafnframt ekki maklegt að segja að hún hafi fengið ráðherrastól vegna þess að hún sé kona. „Ég var spurð að þessu í gær og ef við tökum mig bara sem dæmi, ef ég er að fá ráðherrastól af því ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því hann er miðaldra karlmaður. Það er auðvitað augljóst að formaðurinn skipar eins sterkt lið og hann telur sig mögulega geta gert. Meðal annars þannig að, við erum í vinnu líka hjá kjósendum og við þurfum að geta talað við kjósendur og hópurinn þarf að geta endurspeglað samfélagið.“ Þórdís biður um að vera dæmd af verkum sínum. „Auðvitað er verið að tala um að það skipti máli að geta gert hlutina vel og svona en þá biður maður líka um það að vera dæmdur af verkum sínum en ekki að segja að ég sé unga konan sem var tekin með. Ég var tekin vel af því að fólk trúir því að ég geti gert hlutina vel.“Ekki bara því þú ert ung kona? „Nei að sjálfsögðu ekki.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00 „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00
„Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38