Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að það ógnar öryggi í flugi. vísir/Anton Brink „Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira