Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi 70 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2017 17:29 Icelandair bar því við að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. VÍSIR/VILHELM Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Icelandair þurfi að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010.Dómur héraðsdóms féll í júní síðastliðnum en skaðabótaskylda Icelandair vegna uppsagnarinnar var viðurkennd með dómi Hæstaréttar árið 2013. Flugmanninum var sagt upp eftir að hafa verið á heimleið, sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Var honum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að svo var ekki en að hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Icelandair bar því einnig að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Flugmaðurinn lést þann 7. mars síðastliðinn og tók dánarbúið við aðild að dómsmálinu. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging Þarf Icelandair því að greiða dánarbúinu 68,8 miljónir króna auk þess sem að félagið greiði 1,5 milljónir í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Tengdar fréttir Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Icelandair þurfi að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010.Dómur héraðsdóms féll í júní síðastliðnum en skaðabótaskylda Icelandair vegna uppsagnarinnar var viðurkennd með dómi Hæstaréttar árið 2013. Flugmanninum var sagt upp eftir að hafa verið á heimleið, sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Var honum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að svo var ekki en að hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Icelandair bar því einnig að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Flugmaðurinn lést þann 7. mars síðastliðinn og tók dánarbúið við aðild að dómsmálinu. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging Þarf Icelandair því að greiða dánarbúinu 68,8 miljónir króna auk þess sem að félagið greiði 1,5 milljónir í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45