Nálgunarbann gagnvart móður sem beitti dóttur sína ofbeldi Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 21:41 Móðir stúlkunnar neitar alfarið að hafa beitt hana ofbeldi. Vísir/Getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir