Krakkarnir læri sjálfsvörn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2017 07:00 Að kenna sjálfsvörn myndi minnka hræðslu við að labba um götur, í ljósi nýlegra atburða, segir ungmennaráð Hafnarfjarðar. Vísir/Stefán „Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins. „Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins,“ segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði einróma til nánari umfjöllunar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni segir að allir hafi gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður. Íþróttakennsla sé afar einhæf og að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. „Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi,“ segir höfundur tillögunnar. „Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti en grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslífi.“ Ungmennaráðið hefur áhuga á forvörnum almennt og nefnir hugleiðingar um fría smokka eða smokkasjálfsala á almenningssalernum. „Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglits annarra og mikillar fyrirhafnar,“ segir ráðið sem kveður forvarnafræðslu mismikla eftir skólum. „Í sumum skólum er lítil sem engin fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
„Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins. „Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins,“ segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði einróma til nánari umfjöllunar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Í tillögunni segir að allir hafi gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður. Íþróttakennsla sé afar einhæf og að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. „Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi,“ segir höfundur tillögunnar. „Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti en grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslífi.“ Ungmennaráðið hefur áhuga á forvörnum almennt og nefnir hugleiðingar um fría smokka eða smokkasjálfsala á almenningssalernum. „Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglits annarra og mikillar fyrirhafnar,“ segir ráðið sem kveður forvarnafræðslu mismikla eftir skólum. „Í sumum skólum er lítil sem engin fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira