Sjúga olíuna upp úr Grafarlæknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 13:46 Frá læknum í morgun þar sem starfsmenn slökkviliðsins voru með pylsurnar og freistuðu þess að sjúga olíuna upp. vísir/eyþór Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur í gær og í dag unnið að því að hreinsa upp olíu í Grafarlæknum í Grafarvogi með svokölluðum pylsum sem geta gripið olíu sem flýtur á vatni og sogið hana upp. Vísir greindi fyrst frá olíumenguninni síðastliðinn föstudag. Ekki er ljóst hvaðan olían hefur komið í lækinn en í hann er leitt ofanvatn sem leitt er af plönum úr Grafarholti og Hálsahverfi. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að mengunin sé litin alvarlegum augum enda sé um umhverfisslys að ræða. Þó nokkur olíumengun var sjáanleg í læknum í gær og segir Snorri ástæðuna sú að olía hafi ekki bara skolast úr regnrásinni heldur líka af gróðrinum við lækinn í rigningunni sem var í gærdag. Því sé stöðug uppspretta af olíu sem sé að berast niður í lækinn. Snorri segir að Reykjavíkurborg vilji síður að olían endi í Grafarvoginum og því sé verið að reyna að ná henni upp með pylsunum sem slökkviliðið notar. Þær geta gripið olíu sem flýtur eins og áður segir og sogið hana upp og eiga ekki að hleypa olíu undir sig. Það sé þó alveg ljóst að því miður hafi olía farið niður í Grafarvoginn en því meira sem borgin grípur inn í því betra. Snorri segir að því sé verið að athuga hvort hægt sé að prófa sig áfram með aðrar leiðir til að grípa olíuna eins og til dæmis hálm. Tengdar fréttir Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur í gær og í dag unnið að því að hreinsa upp olíu í Grafarlæknum í Grafarvogi með svokölluðum pylsum sem geta gripið olíu sem flýtur á vatni og sogið hana upp. Vísir greindi fyrst frá olíumenguninni síðastliðinn föstudag. Ekki er ljóst hvaðan olían hefur komið í lækinn en í hann er leitt ofanvatn sem leitt er af plönum úr Grafarholti og Hálsahverfi. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að mengunin sé litin alvarlegum augum enda sé um umhverfisslys að ræða. Þó nokkur olíumengun var sjáanleg í læknum í gær og segir Snorri ástæðuna sú að olía hafi ekki bara skolast úr regnrásinni heldur líka af gróðrinum við lækinn í rigningunni sem var í gærdag. Því sé stöðug uppspretta af olíu sem sé að berast niður í lækinn. Snorri segir að Reykjavíkurborg vilji síður að olían endi í Grafarvoginum og því sé verið að reyna að ná henni upp með pylsunum sem slökkviliðið notar. Þær geta gripið olíu sem flýtur eins og áður segir og sogið hana upp og eiga ekki að hleypa olíu undir sig. Það sé þó alveg ljóst að því miður hafi olía farið niður í Grafarvoginn en því meira sem borgin grípur inn í því betra. Snorri segir að því sé verið að athuga hvort hægt sé að prófa sig áfram með aðrar leiðir til að grípa olíuna eins og til dæmis hálm.
Tengdar fréttir Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28
Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44
Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22