Sjúga olíuna upp úr Grafarlæknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 13:46 Frá læknum í morgun þar sem starfsmenn slökkviliðsins voru með pylsurnar og freistuðu þess að sjúga olíuna upp. vísir/eyþór Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur í gær og í dag unnið að því að hreinsa upp olíu í Grafarlæknum í Grafarvogi með svokölluðum pylsum sem geta gripið olíu sem flýtur á vatni og sogið hana upp. Vísir greindi fyrst frá olíumenguninni síðastliðinn föstudag. Ekki er ljóst hvaðan olían hefur komið í lækinn en í hann er leitt ofanvatn sem leitt er af plönum úr Grafarholti og Hálsahverfi. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að mengunin sé litin alvarlegum augum enda sé um umhverfisslys að ræða. Þó nokkur olíumengun var sjáanleg í læknum í gær og segir Snorri ástæðuna sú að olía hafi ekki bara skolast úr regnrásinni heldur líka af gróðrinum við lækinn í rigningunni sem var í gærdag. Því sé stöðug uppspretta af olíu sem sé að berast niður í lækinn. Snorri segir að Reykjavíkurborg vilji síður að olían endi í Grafarvoginum og því sé verið að reyna að ná henni upp með pylsunum sem slökkviliðið notar. Þær geta gripið olíu sem flýtur eins og áður segir og sogið hana upp og eiga ekki að hleypa olíu undir sig. Það sé þó alveg ljóst að því miður hafi olía farið niður í Grafarvoginn en því meira sem borgin grípur inn í því betra. Snorri segir að því sé verið að athuga hvort hægt sé að prófa sig áfram með aðrar leiðir til að grípa olíuna eins og til dæmis hálm. Tengdar fréttir Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur í gær og í dag unnið að því að hreinsa upp olíu í Grafarlæknum í Grafarvogi með svokölluðum pylsum sem geta gripið olíu sem flýtur á vatni og sogið hana upp. Vísir greindi fyrst frá olíumenguninni síðastliðinn föstudag. Ekki er ljóst hvaðan olían hefur komið í lækinn en í hann er leitt ofanvatn sem leitt er af plönum úr Grafarholti og Hálsahverfi. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að mengunin sé litin alvarlegum augum enda sé um umhverfisslys að ræða. Þó nokkur olíumengun var sjáanleg í læknum í gær og segir Snorri ástæðuna sú að olía hafi ekki bara skolast úr regnrásinni heldur líka af gróðrinum við lækinn í rigningunni sem var í gærdag. Því sé stöðug uppspretta af olíu sem sé að berast niður í lækinn. Snorri segir að Reykjavíkurborg vilji síður að olían endi í Grafarvoginum og því sé verið að reyna að ná henni upp með pylsunum sem slökkviliðið notar. Þær geta gripið olíu sem flýtur eins og áður segir og sogið hana upp og eiga ekki að hleypa olíu undir sig. Það sé þó alveg ljóst að því miður hafi olía farið niður í Grafarvoginn en því meira sem borgin grípur inn í því betra. Snorri segir að því sé verið að athuga hvort hægt sé að prófa sig áfram með aðrar leiðir til að grípa olíuna eins og til dæmis hálm.
Tengdar fréttir Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Hvetja fyrirtæki til þess að fara yfir niðurföll vegna olíulekans Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi. 17. júlí 2017 11:28
Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. 18. júlí 2017 17:44
Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22