Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Vísir/anton/anton Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00