Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Vísir/anton/anton Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00