Erlent

Franski kvenréttindafrömuðurinn Simone Veil látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Simone Veil var fædd árið 1927.
Simone Veil var fædd árið 1927. Vísir/AFP
Franski stjórnmálamaðurinn og kvenréttindafrömuðurinn Simone Veil er látin 89 ára að aldri. BBC greinir frá.

Veil var þekktust fyrir baráttu sína fyrir lögleiðingum á fóstureyðingum í Frakklandi á áttunda áratug síðustu aldar. Hún varð síðar fyrsti kjörni forseti Evrópuþingsins.

Simone Veil gegndi stöðu heilbrigðisráðherra Frakklands árin 1974-1979. Sem heilbrigðisráðherra auðveldaði hún konum aðgengi að getnaðarvörnum og gerði fóstureyðingar löglegar í Frakklandi árið 1975. Löggjöfin hefur ætíð verið kennd við hana síðan.

Veil fæddist árið 1927 í Nice í Frakklandi. Þjóðverjar handtóku fjölskyldu hennar árið 1944 en faðir hennar og bróðir voru sendir til Austur-Evrópu. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan.

Hún var síðar send í útrýmingarbúðir nasista ásamt móður sinni og eldri systur. Veil var gift Antoine Veil og átti með honum þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×