Með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.
Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur og má greinilega sjá það á samfélagsmiðlinum Twitter en þar fer fram mikil umræða um þættina undir kassamerkinu #steypustöðin. Í síðasta þætti sló einn virkilega sérstakur karakter í gegn.
Það var hann Snapchat-Orri sem er ungabarn sem er að slá í gegn á Snapchat hér á Íslandi og er orðinn algjör stjarna. Foreldrar hans mæta í viðtal og tala um þessa mögnuðu lífsreynslu. Síðan fær Auðunn Blöndal að vera fluga á vegg þegar nýtt tónlistarmyndband með Orra er tekið upp.