Svaf í fötunum með ólæsta hurð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2017 18:30 Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent