Svaf í fötunum með ólæsta hurð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2017 18:30 Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira