Níu ára Lotta fékk óvænta gjöf frá fyrrum markmanni ÍA Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 17:30 Myndir Önnu Fríðu af Lottu að æfa sig vöktu mikla athygli á Twitter Anna Fríða Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan
Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45
Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43