Níu ára Lotta fékk óvænta gjöf frá fyrrum markmanni ÍA Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 17:30 Myndir Önnu Fríðu af Lottu að æfa sig vöktu mikla athygli á Twitter Anna Fríða Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Sjá meira
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan
Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45
Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43