Búið að kæra niðurstöðuna í bardaga Gunnars og Ponzinibbio Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júlí 2017 11:00 Hér má sjá Ponzinibbio með puttana á kafi í báðum augum Gunnars. mynd/jerry mccarthy ko! media Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, staðfesti við Vísi í morgun að það væri formlega búið að kæra úrslitin í UFC-bardaga Gunnars gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio. „Við erum búnir að senda inn kæru til UFC og viljum að úrslitum bardagans verði breytt vegna þess að sá sem vann braut ítrekað á andstæðingi sínum. Við viljum að niðurstöðunni verði breytt í „no contest“ eða engin úrslit. Úrslitin verði ógild,“ segir Haraldur Dean en það er teymi Gunnars sem kærir niðurstöðuna. „Við viljum að UFC rannsaki þetta mál ofan í kjölinn. Ekki bara þennan bardaga heldur framgöngu Ponzinibbio í öðrum bardögum en þetta var mjög gróft hjá honum í Glasgow. UFC er með margar vélar og á að geta skoðað þetta frá mörgum hliðum. „John Kavanagh þjálfari Gunnars er í Las Vegas og mun fylgja þessu máli eftir þar. Audie Attar umboðsmaður fór frá LA til Vegas til að ræða við UFC,“ segir Mjölnismaðurinn en Haraldur segist gera sér grein fyrir því að líkurnar á að þessum úrslitum verði breytt séu litlar sem engar. „Það er ekki hefð fyrir því en við teljum að brotin þarna séu svo gróf og hættuleg að UFC eigi að svara þessu af fullri hörku. Senda um leið skilaboð að svona hlutir verði ekki liðnir innan sambandsins.“Gunnar fann vel fyrir potinu og sá tvöfalt í kjölfarið.mynd/jerry mccarthy ko! mediaÞetta var ekki sigur Haraldur segir að það verði erfitt að sanna að brotið hafi verið viljandi gegn Gunnari en sönnurgögnin séu til staðar. „Menn bera ábyrgð á sínum brotum. Er rétt að gefa manni frammistöðubónus fyrir framkomu af þessu tagi? Það verða menn að meta hver fyrir sig. Ef þú vinnur með svindli áttu þá að vera verðlaunaður sérstaklega fyrir það? Mitt svar er auðvitað nei. Þvert á móti á að ávíta menn fyrir það. Það á að taka af þér sigurinn. Þetta var ekki sigur.“ Eins og kunnugt er þá potaði Ponzinibbio að minnsta kosti þrisvar sinnum í augu Gunnars og í fyrsta skiptið fór hann mjög kröftuglega í bæði augu Gunnars. Eftir það sá hann tvöfalt og missti fjarlægðarskynið. Fyrir vikið náði Ponzinibbio yfirhöndinni og kláraði bardagann. „Um leið og við komum inn í búrið eftir bardagann þá segir Gunni að hann hafi átt að stoppa bardagann því hann sá ekki neitt. Ég sá Gunna strjúka úr auganu á sér er það var farið fyrst í það,“ segir Haraldur.Dómarinn stóð sig ekki Fyrir bardagann kom dómarinn, Leon Roberts, inn í búningsherbergi til bardagakappanna. Hann ræddi sérstaklega tvö atriði. Annað þeirra var að um áramótin voru teknar í notkun nýjar reglur um útglennta fingur. „Hún segir að þegar bardagakappar standa þá er þeim bannað að fara með opinn lófa og útglennta fingur í átt að andliti andstæðings. Það hefur auðvitað alltaf verið bannað að pota í augu en þetta eru strangari reglur. Dómarinn sagði að ef þeir færu svona með opna hendi í átt að andstæðingi myndi hann aðvara og síðan draga stig af viðkomandi ef hann héldi því áfram,“ segir Haraldur. „Í fyrstu árás Gunnars þá slengir Ponzinibbio fingrunum af krafti í bæði augu Gunnars. Það sést vel á myndum meðal annars. Þá fer Gunnar að sjá tvöfalt og fær verki í augun. Gunnar sagðist aldrei hafa upplifað svona áður og fjarlægðarskynið fór líka út um gluggann. Leikur Gunna byggist á þessu fjarlægðarskyni.“Haraldur kyssir son sinn fyrir bardagann.mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttirKann hann ekki að kreppa hnefann Gunnar viðurkenndi eftir bardagann að hann hefði átt að kvarta strax í upphafi. Það þýðir ekki að dómarinn hefði stöðvað bardagann en Gunnar sá eftir því engu að síður að hafa ekki kvartað. „Þetta gerðist eftir 20 sekúndur og 26 sekúndum síðar fer Ponzinibbio aftur með puttana í andlitið á honum. Það leynir sér ekki að hann er með útglennta fingur. Þetta á vera heimsklassaboxari en kann hann ekki að kreppa hnefann? Hvaða stíll er það? Þetta er bannað og nýbúið að fara yfir það. Þú rotar engan svona og því spyr maður hver meiningin er með þessu? Eftir að hafa skoðað þetta oft þá get ég ekki annað sagt en að það bendi allt til þess að hann geri þetta viljandi.“ Í lok bardagans þegar Argentínumaðurinn er með Gunnar upp við búrið fer hann enn eina ferðina með puttana í augun á honum. „Gunni fær krók í andlitið en fer frá honum. Þá grípur hann í buxurnar á honum og togar þær út. Enn segir Roberts dómari ekki neitt. Svo þegar þeir koma upp við búrið þá fer hann aftur í augað á honum. Af hverju er hann með puttana í auganu á Gunnari upp við búrið þegar hann ætlar að kýla hann? Hann reif augað á Gunnari þarna til hliðar og engin aðvörun frá dómaranum. Gunnar hefur engan tíma til að kvarta því hann liggur í gólfinu tveimur sekúndum síðar. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál því hann hefði getað blindað Gunnar og endað feril hans. Það er ástæða fyrir því að þessi nýi regla var sett inn. Menn voru að hafa áhyggjur af þessu augnpoti og afleiðingum þess. Þetta er sett inn til þess að styðja við mikilvægustu regluna í MMA frá upphafi sem er að það má ekki pota í augu andstæðings.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar ekki sá fyrsti til að lenda í argentínska augnapotaranum | Myndir Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio. 18. júlí 2017 16:42 Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45 Gunnar fellur um þrjú sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson fellur um þrjú sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Hann er nú í 11. sæti listans. 19. júlí 2017 10:45 Gunnar í 45 daga veikindafrí UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi. 20. júlí 2017 16:00 Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. 18. júlí 2017 19:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, staðfesti við Vísi í morgun að það væri formlega búið að kæra úrslitin í UFC-bardaga Gunnars gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio. „Við erum búnir að senda inn kæru til UFC og viljum að úrslitum bardagans verði breytt vegna þess að sá sem vann braut ítrekað á andstæðingi sínum. Við viljum að niðurstöðunni verði breytt í „no contest“ eða engin úrslit. Úrslitin verði ógild,“ segir Haraldur Dean en það er teymi Gunnars sem kærir niðurstöðuna. „Við viljum að UFC rannsaki þetta mál ofan í kjölinn. Ekki bara þennan bardaga heldur framgöngu Ponzinibbio í öðrum bardögum en þetta var mjög gróft hjá honum í Glasgow. UFC er með margar vélar og á að geta skoðað þetta frá mörgum hliðum. „John Kavanagh þjálfari Gunnars er í Las Vegas og mun fylgja þessu máli eftir þar. Audie Attar umboðsmaður fór frá LA til Vegas til að ræða við UFC,“ segir Mjölnismaðurinn en Haraldur segist gera sér grein fyrir því að líkurnar á að þessum úrslitum verði breytt séu litlar sem engar. „Það er ekki hefð fyrir því en við teljum að brotin þarna séu svo gróf og hættuleg að UFC eigi að svara þessu af fullri hörku. Senda um leið skilaboð að svona hlutir verði ekki liðnir innan sambandsins.“Gunnar fann vel fyrir potinu og sá tvöfalt í kjölfarið.mynd/jerry mccarthy ko! mediaÞetta var ekki sigur Haraldur segir að það verði erfitt að sanna að brotið hafi verið viljandi gegn Gunnari en sönnurgögnin séu til staðar. „Menn bera ábyrgð á sínum brotum. Er rétt að gefa manni frammistöðubónus fyrir framkomu af þessu tagi? Það verða menn að meta hver fyrir sig. Ef þú vinnur með svindli áttu þá að vera verðlaunaður sérstaklega fyrir það? Mitt svar er auðvitað nei. Þvert á móti á að ávíta menn fyrir það. Það á að taka af þér sigurinn. Þetta var ekki sigur.“ Eins og kunnugt er þá potaði Ponzinibbio að minnsta kosti þrisvar sinnum í augu Gunnars og í fyrsta skiptið fór hann mjög kröftuglega í bæði augu Gunnars. Eftir það sá hann tvöfalt og missti fjarlægðarskynið. Fyrir vikið náði Ponzinibbio yfirhöndinni og kláraði bardagann. „Um leið og við komum inn í búrið eftir bardagann þá segir Gunni að hann hafi átt að stoppa bardagann því hann sá ekki neitt. Ég sá Gunna strjúka úr auganu á sér er það var farið fyrst í það,“ segir Haraldur.Dómarinn stóð sig ekki Fyrir bardagann kom dómarinn, Leon Roberts, inn í búningsherbergi til bardagakappanna. Hann ræddi sérstaklega tvö atriði. Annað þeirra var að um áramótin voru teknar í notkun nýjar reglur um útglennta fingur. „Hún segir að þegar bardagakappar standa þá er þeim bannað að fara með opinn lófa og útglennta fingur í átt að andliti andstæðings. Það hefur auðvitað alltaf verið bannað að pota í augu en þetta eru strangari reglur. Dómarinn sagði að ef þeir færu svona með opna hendi í átt að andstæðingi myndi hann aðvara og síðan draga stig af viðkomandi ef hann héldi því áfram,“ segir Haraldur. „Í fyrstu árás Gunnars þá slengir Ponzinibbio fingrunum af krafti í bæði augu Gunnars. Það sést vel á myndum meðal annars. Þá fer Gunnar að sjá tvöfalt og fær verki í augun. Gunnar sagðist aldrei hafa upplifað svona áður og fjarlægðarskynið fór líka út um gluggann. Leikur Gunna byggist á þessu fjarlægðarskyni.“Haraldur kyssir son sinn fyrir bardagann.mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttirKann hann ekki að kreppa hnefann Gunnar viðurkenndi eftir bardagann að hann hefði átt að kvarta strax í upphafi. Það þýðir ekki að dómarinn hefði stöðvað bardagann en Gunnar sá eftir því engu að síður að hafa ekki kvartað. „Þetta gerðist eftir 20 sekúndur og 26 sekúndum síðar fer Ponzinibbio aftur með puttana í andlitið á honum. Það leynir sér ekki að hann er með útglennta fingur. Þetta á vera heimsklassaboxari en kann hann ekki að kreppa hnefann? Hvaða stíll er það? Þetta er bannað og nýbúið að fara yfir það. Þú rotar engan svona og því spyr maður hver meiningin er með þessu? Eftir að hafa skoðað þetta oft þá get ég ekki annað sagt en að það bendi allt til þess að hann geri þetta viljandi.“ Í lok bardagans þegar Argentínumaðurinn er með Gunnar upp við búrið fer hann enn eina ferðina með puttana í augun á honum. „Gunni fær krók í andlitið en fer frá honum. Þá grípur hann í buxurnar á honum og togar þær út. Enn segir Roberts dómari ekki neitt. Svo þegar þeir koma upp við búrið þá fer hann aftur í augað á honum. Af hverju er hann með puttana í auganu á Gunnari upp við búrið þegar hann ætlar að kýla hann? Hann reif augað á Gunnari þarna til hliðar og engin aðvörun frá dómaranum. Gunnar hefur engan tíma til að kvarta því hann liggur í gólfinu tveimur sekúndum síðar. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál því hann hefði getað blindað Gunnar og endað feril hans. Það er ástæða fyrir því að þessi nýi regla var sett inn. Menn voru að hafa áhyggjur af þessu augnpoti og afleiðingum þess. Þetta er sett inn til þess að styðja við mikilvægustu regluna í MMA frá upphafi sem er að það má ekki pota í augu andstæðings.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar ekki sá fyrsti til að lenda í argentínska augnapotaranum | Myndir Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio. 18. júlí 2017 16:42 Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45 Gunnar fellur um þrjú sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson fellur um þrjú sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Hann er nú í 11. sæti listans. 19. júlí 2017 10:45 Gunnar í 45 daga veikindafrí UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi. 20. júlí 2017 16:00 Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. 18. júlí 2017 19:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
Gunnar ekki sá fyrsti til að lenda í argentínska augnapotaranum | Myndir Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio. 18. júlí 2017 16:42
Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45
Gunnar fellur um þrjú sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson fellur um þrjú sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Hann er nú í 11. sæti listans. 19. júlí 2017 10:45
Gunnar í 45 daga veikindafrí UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi. 20. júlí 2017 16:00
Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. 18. júlí 2017 19:00