Sport

Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio.
Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio. Myhnd/mjolnir.is/Sóllilja Baltasarsdóttir
Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

 

Þjóðin þagnaði þegar Santiago Ponzinibbio rotaði Gunnar Nelson eftir tæpa eina og hálfa mínútu í bardaga þeirra á sunnudagskvöld í Glasgow.

Mikið hefur verið fjallað um bardagann, en strax að honum loknum talaði Gunnar Nelson um að hafa verið potaður í augun. Gunnar lagði þó áherslu á að hann væri ekki að afsaka sig heldur einfaldlega að segja hlutina eins og þeir gerðust.

 

Þegar farið var að rýna í myndbandsupptökur af bardaganum kom í ljós að hinn argentínski potaði þrisvar sinnum í augu Gunnars.

 

Í fyrsta skiptið potaði Ponzibbio í bæði augu Gunnars, eftir að Gunnar náði góðu inn góðu höggi.

Augljóst var að Gunnar fann fyrir augnpotinu á því hvernig hann bar sig strax á eftir. Eftir bardagann kenndi Gunnar sjálfum sér um að hafa ekki gert dómaranum viðvart strax, en samkvæmt reglum UFC getur Gunnar ekki stöðvað bardagann – dómarinn þarf að gera það. Og fyrir bardagann kom dómarinn inn í búningsklefa Gunnars og sagði honum og þjálfurum frá því að hann vildi halda tempóinu í bardaganum, sérstaklega ef menn væru í góðri stöðu. Ef hann sæi villu þá myndi hann kalla inn að hann hefði séð brotið en halda skyldi flæðinu í bardaganum ef unnt væri.

 

Í annað skiptið sem Ponzinibbio setti fingur í auga Gunnars var í kjölfar höggsins sem líklega réði úrslitum. Argentínumaðurinn virtist slá til Gunnars með opinn lófa, og greip svo í stuttbuxur Gunnars þegar hann reyndi að koma sér undan. Slíkt er einnig bannað.

 

Í þriðja sinn sem sá argentínski reyndi að hafa áhrif á sjónsvið Gunnars var upp við búrið. Þá stillti hann Gunnari upp og potaði fyrst í hægra auga hans og síðar í það vinstra. Augljóslega

Haraldur Dean Nelson, faðir og og umboðsmaður Gunnars, sagði frá því í samtali við fréttastofu að dómari bardagans hafi sagt í búningsklefanum, fyrr um kvöldið, að bannað væri að slá í andlit andstæðings með opin lófa. UFC leggur mikla áherslu á það, en augnpot hafa verið bönnuð innan sambandsins frá upphafi. Blátt bann liggur við slíkum potum í öllum blönduðum bardagalistum.

Sjálfur segist Ponzinibbio saklaus. Í viðtali við fréttamiðilinn MMA Fighting sagðist hann hafa horft á bardagann aftur á myndbandi og ekki hafa getað séð hvenær augnpotið ætti að hafa átt sér stað.

„Ég mætti til þess að rota hann og þakka Guði fyrir að hafa náð ætlunarverki mínu. Ef ég hef potað í augu hans var það að sjálfsögðu ekki viljandi. Ég horfði á bardagann aftur og sá ekkert slíkt,“ sagði Ponzinibbio og bætti við:

„Þetta rýrir ekki gildi sigursins, það sem hann segir breytir engu. Dómarinn getur stöðvað bardagann þegar hann vill. Sá sem er í áttunda sæti heimslistans entist í 82 sekúndur.“ Ponzinibbio hrósaði Gunnari þó í hástert og sagði ljóst að hann ætti framtíðina fyrir sér og yrði á meðal efstu manna heimslistans í veltivigt innan skamms tíma.

MMA

Tengdar fréttir

Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa

Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.