Bíó og sjónvarp

Leitin að upprunanum vann Edduverðlaun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, var hissa og glöð þegar hún tók á móti verðlaununum í kvöld.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, var hissa og glöð þegar hún tók á móti verðlaununum í kvöld. Vísir/Hanna
Leitin að upprunanum var valinn besti fréttaþátturinn á Edduverðlaununum í kvöld.

„Ég ætla að viðurkenna að á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, stjórnandi þáttanna.

Egill Aðalsteinsson sá um kvikmyndatöku og Jón Grétar Gissurarson um klippingu en þeir voru báðir á sviði ásamt Sigrúnu á verðlaunahátíðinni í kvöld.

Í þáttunum, sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur, fylgdi Sigrún Ósk þremur íslenskum konum út í heim í leit að líffræðilegum foreldrum sínum en leitin bar þær meðal annars í fátækrahverfi í Sri Lanka og fjallaþorp í Tyrklandi.

Aðrir þættir sem tilnefndir voru í sama flokki voru þættirnir Kastljós og Á flótta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×