Stóðhesturinn Grani fékk fyrsta gullið Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Grani er fyrsti hesturinn frá Torfunesbúinu í Þingeyjarsveit sem vinnur gullverðlaun á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Mynd/ Krijn Buijtelaar Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira