Pólitíska ábyrgðin verður rannsökuð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að komist verði til botns í OR-hneykslinu með einum eða öðrum hætti. vísir/anton brink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00
Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00
Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00