Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, starfar enn í tímavinnu sem flugumferðarstjóri á Akureyri. Ástæðan er mannekla.
„Ég er í turninum í viku núna í launalausu fríi frá þingstörfum,“ segir Njáll Trausti.
Þingmaðurinn leysir af í turninum meðan annar flugumferðarstjóri er í fríi. Frá því Njáll var kjörinn á þing hefur hann unnið á bilinu fjórar til sex vaktir á mánuði í flugturninum.
Njáll starfaði sem flugumferðarstjóri í 25 ár áður en hann var kjörinn á þing.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þingmaður stýrir flugi
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
