Hafið mallar yfir jólasteikinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 10:15 Sigurður segir kjarna leikverksins á sínum stað en að auðvitað hafi verið gerðar breytingar í takt við tíðarandann. Vísir/Anton Brink Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“