Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 06:00 ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum í Krikanum. Vísir/ÓskarÓ ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira