Ráðherra telur bankasölu geta skilað rúmlega 400 milljörðum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, telur að sala á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti skilað ríkissjóði rúmlega 400 milljörðum króna í tekjur. Fyrst verði eignarhlutur í Arion banka seldur og það gæti orðið síðar á þessu ári. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar drög að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhlut í. Ríkið á eignarhluti í fjórum fjármálafyrirtækjum en í stefnunni er að finna áform ríkisins um eignarhald þeirra á næstu árum.Dreifð eignaraðildRíkissjóður á í dag rúmlega 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Stefnt er að því að ríkissjóður eigi 34-40% eignarhlut til langframa með það að markmiði að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins. Ríkissjóður á í dag 100 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og 13 prósent í Arion banka. Stefnt er að því að selja báða þessa eignarhluti að fullu. Þá verður eignarhlutur ríkisins í Sparisjóði Austurlands seldur.Með hvaða hætti verða þessi fyrirtæki seld?„Við höfum lagt mikla áherslu á að það verði með mjög gagnsæjum hætti. Við höfum mikinn áhuga á að þetta verði í sem dreifðastri eignaraðild. Það verði gert með góðri samstöðu pólitísku flokkanna,” segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.Ekki lokið á þessu kjörtímabiliÍ eigendastefnunni kemur fram að þessir eignarhlutir verði seldir þegar hagfelld og æskileg skilyrði verða fyrir hendi.En hvenær á fjármálaráðherra von á að svo verði? „Við sjáum það að nú eru eigendur Arion banka, meirihluta eigendur þar, ætla að fara í útboð núna um páskanna. Við munum fylgjast með hvernig þeim gengur,” segir Benedikt. Hann segir að fjármálafyrirtækin verði ekki seld öll á sama tíma. Fyrst verði eignarhlutur ríkisins í Arion banka seldur og það gæti orðið á þessu ári. Ljóst sé að salan á fyrirtækjunum muni taka mörg ár og verði væntanlega ekki lokið á þessu kjörtímabili.Gæti skilað rúmlega 400 milljörðumBenedikt telur að salan á öllum fjármálafyrirtækjunum gæti skilað ríkissjóði tekjum sem nemi um 15 til 20 prósent af vergri landsframleiðslu „Sem að eru þá kannski 300 til rúmlega 400 hundruð milljarðar króna.”Hvað verður gert við þá fjármuni?„Þeim verður varið í að greiða niður skuldir,” segir Benedikt. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, telur að sala á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti skilað ríkissjóði rúmlega 400 milljörðum króna í tekjur. Fyrst verði eignarhlutur í Arion banka seldur og það gæti orðið síðar á þessu ári. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar drög að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhlut í. Ríkið á eignarhluti í fjórum fjármálafyrirtækjum en í stefnunni er að finna áform ríkisins um eignarhald þeirra á næstu árum.Dreifð eignaraðildRíkissjóður á í dag rúmlega 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Stefnt er að því að ríkissjóður eigi 34-40% eignarhlut til langframa með það að markmiði að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins. Ríkissjóður á í dag 100 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og 13 prósent í Arion banka. Stefnt er að því að selja báða þessa eignarhluti að fullu. Þá verður eignarhlutur ríkisins í Sparisjóði Austurlands seldur.Með hvaða hætti verða þessi fyrirtæki seld?„Við höfum lagt mikla áherslu á að það verði með mjög gagnsæjum hætti. Við höfum mikinn áhuga á að þetta verði í sem dreifðastri eignaraðild. Það verði gert með góðri samstöðu pólitísku flokkanna,” segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.Ekki lokið á þessu kjörtímabiliÍ eigendastefnunni kemur fram að þessir eignarhlutir verði seldir þegar hagfelld og æskileg skilyrði verða fyrir hendi.En hvenær á fjármálaráðherra von á að svo verði? „Við sjáum það að nú eru eigendur Arion banka, meirihluta eigendur þar, ætla að fara í útboð núna um páskanna. Við munum fylgjast með hvernig þeim gengur,” segir Benedikt. Hann segir að fjármálafyrirtækin verði ekki seld öll á sama tíma. Fyrst verði eignarhlutur ríkisins í Arion banka seldur og það gæti orðið á þessu ári. Ljóst sé að salan á fyrirtækjunum muni taka mörg ár og verði væntanlega ekki lokið á þessu kjörtímabili.Gæti skilað rúmlega 400 milljörðumBenedikt telur að salan á öllum fjármálafyrirtækjunum gæti skilað ríkissjóði tekjum sem nemi um 15 til 20 prósent af vergri landsframleiðslu „Sem að eru þá kannski 300 til rúmlega 400 hundruð milljarðar króna.”Hvað verður gert við þá fjármuni?„Þeim verður varið í að greiða niður skuldir,” segir Benedikt.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira