Lífið

Höfundur Harry Potter spælir son Trump á Twitter

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilraun Trump yngri til að nota dóttur sína til að gera grín að sósíalisma á Twitter vakti mikil viðbrögð.
Tilraun Trump yngri til að nota dóttur sína til að gera grín að sósíalisma á Twitter vakti mikil viðbrögð. Vísir/AFP
Netverjar með J.K. Rowling, höfund bókanna um Harry Potter, fremsta í flokki voru fljótir að kenna Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta lexíu um að gefa með sér eftir að hann notaði mynd af dóttur sinni í pólitískum tilgangi á Twitter.

Trump yngri hótaði því að taka helminginn af namminu sem þriggja ára gömul dóttir hans hafði fengið á hrekkjavökunni og gefa öðru barni sem hefði setið heima á þriðjudag. Tilgangurinn væri að kenna barninu um „sósíalisma“.

Tístið fékk mikil viðbrögð og benti fjöldi netverja Trump yngri á að hann væri ekki að lýsa sósíalisma heldur því að deila með sér sem börnum er gjarnan kennt að gera, að því er kemur fram í frétt The Guardian.

Aðrir sneru út úr tísti forsetasonarins og stungu upp á hvernig sama dæmi væri hægt að nota til að kenna börnum um auðræði í Bandaríkjunum, þar á meðal Rowling.

„Fylltu fötuna hennar með gömlu nammi sem hún fékk í arf frá langafa sínum, útskýrðu svo fyrir henni að hún eigi meira vegna þess að hún er klárari en allir hinir krakkarnir,“ tísti Rowling á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.