Innlent

Bragi Árnason er látinn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Bragi Árnason vakti mikla athygli fyrir rannsóknir sínar á möguleikum vetnis sem orkubera.
Bragi Árnason vakti mikla athygli fyrir rannsóknir sínar á möguleikum vetnis sem orkubera. Vísir/Stefán
Bragi Árnason prófessor emeritus er látinn, 82 ára að aldri. Bragi var gjarnan kallaður Professor Hydrogen eða Vetnisprófessorinn vegna rannsókna sinna á möguleikum vetnis sem orkubera fyrir bíla og skip.

Bragi var fæddur 10. mars 1935 og var sonur hjónanna Árna Gulaugssonar og Kristínar R. Sigurðardóttur.

Bragi var prófessor í efnafræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands og starfaði lengst af við rannsóknir. Hann skrifaði nokkrar bækur og fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Árið 1999 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu.

Bragi vakti mikla athygli fyrir rannsóknir sínar og voru viðtöl við hann birt í mörgum stærstu tímaritum heims ásamt fjölda þátta í erlendum sjónvarpsstöðvum.

Eiginkona Braga var Sólveig Rósa Jónsdóttir en hún lést 2009. Bragi lætur eftir sig fjórar uppkomnar dætur, níu barnabörn og tvö langafabörn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.