Ísland valið fegursti tökustaðurinn: „Svona verðlaun eru okkur mikils virði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 13:50 Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Íslandsstofa Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30
Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47
Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði