Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2017 08:00 Brady fagnar eftir leik. Vísir/Getty New England Patriots tryggði sér í gærkvöldi sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni með ótrúlegum sigri á Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða deildarinnar. Steelers hefði með sigri nánast tryggt sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar og þar með heimavallarrétti í úrslitakeppninni, sem skiptir gríðarlegu máli þar sem miklar líkur eru á því að þessi tvö lið mætist í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í lok janúar. Sigurvegari þess leiks kemst áfram í Super Bowl. Heimamenn í Steelers voru í góðri stöðu í síðari hálfleik. Liðið var með forystu, 24-16, en eins og svo oft áður náði Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, að klóra sig úr slíkum vanda. Patriots komust yfir, 27-24, með snertimarki Dion Lewis þegar 56 sekúndur voru eftir af leiknum. Brady hafði þá komið sínu liði þvert yfir völlinn með því að kasta ítrekað á innherjann Rob Gronkowski, sem sneri aftur eftir eins leiks bann. En þrátt fyrir að lítið hafi verið eftir af leiknum náði Steelers að skora snertimark þegar 28 sekúndur voru eftir. Innherjinn Jesse James virtist hafa skorað en snertimarkið reyndist ógilt eftir langa íhugun dómarateymisins. Pittsburgh hélt þó boltanum og fékk fleiri tækifæri til að skora. En Duron Harmon, varnarmaður Patriots, greip inn í sendingu Ben Roethlisberger og tryggði sínu liði sigurinn þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Til að bæta gráu á svart meiddist útherinn Antonio Brown hjá Steelers en hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Steelers er öruggt með sæti í úrslitakeppninni og eru vonir bundnar við að Brown snúi aftur til leiks þegar hún hefst.Jacksonville er á leið í úrslitakeppnina eftir mörg mögur ár.Vísir/GettyJacksonville vann sinn tíunda sigur á tímabilinu er liðið fór illa með Houston, 45-7. Með sigrinum er Jacksonville öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Tvö lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni í Þjóðardeildinni - Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. Philadelphia vann nauman sigur á New York Giants, 34-29, þar sem Nick Foles leysti Carson Wentz, leikstjórnanda arnanna, af hólmi og stóð sig með mikilli prýði. Minnesota vann öruggan sigur á Cleveland Browns, 34-7, sem er enn án sigurs í NFL-deildinni þetta tímabilið. Þá vann Carolina Panthers sigur á Green Bay Packers, 31-24, í endurkomuleik Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers en hann viðbeinsbrotnaði fyrir tveimur mánuðum. LA Rams vann uppgjör tveggja efstu liða vesturriðils Þjóðardeildarinnar er liðið gjörsigraði Seattle Seahawks, 42-7. Tvær vikur eru eftir af deildarkeppninni í NFL-deildinni en úrslitakeppnin hefst í byrjun janúar. Hér má sjá stöðuna í deildinni.Úrslit helgarinnar: Detroit - Chicago 20-10 Kansas City - LA Chargers 30-13 Cleveland - Baltimore 10-27 Washington - Arizona 20-15 NY Giants - Philadelphia 29-34 Buffalo - Miami 24-16 Carolina - Green Bay 31-24 Jacksonville - Houston 45-7 Minnesota - Cincinnati 34-7 New Orleans - NY Jets 31-19 Seattle - LA Rams 7-42 Pittsburgh - New England 24-27 San Francisco - Tennessee 25-23 Oakland - Dallas 17-20 NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira
New England Patriots tryggði sér í gærkvöldi sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni með ótrúlegum sigri á Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða deildarinnar. Steelers hefði með sigri nánast tryggt sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar og þar með heimavallarrétti í úrslitakeppninni, sem skiptir gríðarlegu máli þar sem miklar líkur eru á því að þessi tvö lið mætist í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í lok janúar. Sigurvegari þess leiks kemst áfram í Super Bowl. Heimamenn í Steelers voru í góðri stöðu í síðari hálfleik. Liðið var með forystu, 24-16, en eins og svo oft áður náði Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, að klóra sig úr slíkum vanda. Patriots komust yfir, 27-24, með snertimarki Dion Lewis þegar 56 sekúndur voru eftir af leiknum. Brady hafði þá komið sínu liði þvert yfir völlinn með því að kasta ítrekað á innherjann Rob Gronkowski, sem sneri aftur eftir eins leiks bann. En þrátt fyrir að lítið hafi verið eftir af leiknum náði Steelers að skora snertimark þegar 28 sekúndur voru eftir. Innherjinn Jesse James virtist hafa skorað en snertimarkið reyndist ógilt eftir langa íhugun dómarateymisins. Pittsburgh hélt þó boltanum og fékk fleiri tækifæri til að skora. En Duron Harmon, varnarmaður Patriots, greip inn í sendingu Ben Roethlisberger og tryggði sínu liði sigurinn þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Til að bæta gráu á svart meiddist útherinn Antonio Brown hjá Steelers en hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Steelers er öruggt með sæti í úrslitakeppninni og eru vonir bundnar við að Brown snúi aftur til leiks þegar hún hefst.Jacksonville er á leið í úrslitakeppnina eftir mörg mögur ár.Vísir/GettyJacksonville vann sinn tíunda sigur á tímabilinu er liðið fór illa með Houston, 45-7. Með sigrinum er Jacksonville öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Tvö lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni í Þjóðardeildinni - Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. Philadelphia vann nauman sigur á New York Giants, 34-29, þar sem Nick Foles leysti Carson Wentz, leikstjórnanda arnanna, af hólmi og stóð sig með mikilli prýði. Minnesota vann öruggan sigur á Cleveland Browns, 34-7, sem er enn án sigurs í NFL-deildinni þetta tímabilið. Þá vann Carolina Panthers sigur á Green Bay Packers, 31-24, í endurkomuleik Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers en hann viðbeinsbrotnaði fyrir tveimur mánuðum. LA Rams vann uppgjör tveggja efstu liða vesturriðils Þjóðardeildarinnar er liðið gjörsigraði Seattle Seahawks, 42-7. Tvær vikur eru eftir af deildarkeppninni í NFL-deildinni en úrslitakeppnin hefst í byrjun janúar. Hér má sjá stöðuna í deildinni.Úrslit helgarinnar: Detroit - Chicago 20-10 Kansas City - LA Chargers 30-13 Cleveland - Baltimore 10-27 Washington - Arizona 20-15 NY Giants - Philadelphia 29-34 Buffalo - Miami 24-16 Carolina - Green Bay 31-24 Jacksonville - Houston 45-7 Minnesota - Cincinnati 34-7 New Orleans - NY Jets 31-19 Seattle - LA Rams 7-42 Pittsburgh - New England 24-27 San Francisco - Tennessee 25-23 Oakland - Dallas 17-20
NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira