Sigmundur hálf miður sín Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 20:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskar Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, til hamingju með myndun ríkisstjórnar. „Með því vann hún mikið persónulegt afrek eins og ég hef nefnt áður,“ segir Sigmundur Davíð í Facebook-færslu. Hann segist hins vegar hálf miður sín yfir því hversu sannspáir menn reyndust um stjórnarsáttmálann. „Ekkert verður gert í stóru brýnu málunum. Í stað þess að nýta tækifærin sem nú gefast til að gera hlutina öðruvísi og betur verða mistök fortíðar fest í sessi,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir fjörutíu ára gömul áform um viðbyggingaspítala á Hringbraut fest í sessi fram eftir öldinni í stað þess að byggja nýjan spítala fyrir nýja öld. Íslendingar höfðu einstakt tækifæri að mati Sigmundur til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi hér á landi. Hann segir stefnuna nú að móta mögulega stefnu á næsta ári eftir umræðu um hvítbók. „Á meðan fá vogunarsjóðirnir að endurheimta yfirráð yfir Arion banka. Stjórnin ætlar að nýta eigið fé úr Landsbankanum og Íslandsbanka í innviðauppbyggingu en eigiðfé úr Arionbanka nýtist í bónusa hjá sjóðum í New York og London,“ segir Sigmundur. Hann segir að stjórnmálamenn muni setjast í starfshópa og samráðsnefndir, skoða málin og meta hitt út kjörtímabilið, meðal annars í sérstakri nefnd um hagræna mælikvarða. „Á meðan mun kerfið halda sínu striki og stjórna landinu.“ Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 „Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“ Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. 30. nóvember 2017 19:53 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskar Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, til hamingju með myndun ríkisstjórnar. „Með því vann hún mikið persónulegt afrek eins og ég hef nefnt áður,“ segir Sigmundur Davíð í Facebook-færslu. Hann segist hins vegar hálf miður sín yfir því hversu sannspáir menn reyndust um stjórnarsáttmálann. „Ekkert verður gert í stóru brýnu málunum. Í stað þess að nýta tækifærin sem nú gefast til að gera hlutina öðruvísi og betur verða mistök fortíðar fest í sessi,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir fjörutíu ára gömul áform um viðbyggingaspítala á Hringbraut fest í sessi fram eftir öldinni í stað þess að byggja nýjan spítala fyrir nýja öld. Íslendingar höfðu einstakt tækifæri að mati Sigmundur til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi hér á landi. Hann segir stefnuna nú að móta mögulega stefnu á næsta ári eftir umræðu um hvítbók. „Á meðan fá vogunarsjóðirnir að endurheimta yfirráð yfir Arion banka. Stjórnin ætlar að nýta eigið fé úr Landsbankanum og Íslandsbanka í innviðauppbyggingu en eigiðfé úr Arionbanka nýtist í bónusa hjá sjóðum í New York og London,“ segir Sigmundur. Hann segir að stjórnmálamenn muni setjast í starfshópa og samráðsnefndir, skoða málin og meta hitt út kjörtímabilið, meðal annars í sérstakri nefnd um hagræna mælikvarða. „Á meðan mun kerfið halda sínu striki og stjórna landinu.“
Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 „Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“ Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. 30. nóvember 2017 19:53 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15
„Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“ Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. 30. nóvember 2017 19:53
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20