Melaskólastjóri fær 200 þúsund krónur frá blaðamanni Stundarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 06:33 Það blés ekki byrlega um Melaskóla í upphafi síðasta árs. ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58