Pólskur maður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á sterkum fíkniefnum Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 20:44 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir pólskum manni sem er sterklega grunaður um aðild á innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins. Hann þarf því að sitja áfram í varðhaldi til 14. desember. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. nóvember sem Hæstiréttur staðfestir kemur fram að maðurinn sé búsettur hér á landi. Grunur leiki á að hann hafi átt að taka á móti þremur mönnum sem komu frá Póllandi og vera þeim innan handa með aðstöðu hér á landi í tengslum við stórtækt smygl á amfetamínvökva. Lögreglan hafi fengið upplýsingar frá erlendum tollayfirvöldum um að grunur léki á að fíkniefni væri að finna í bifreið um borð í ferju á leið til Íslands frá Danmörku. Við komuna hingað í ágúst var bifreiðin skoðuð og fannst amfetamínvökvi leka úr bílnum. Í kjölfarið var sími mannsins sem fylgdi bílnum með ferjunni hleraður. Í Reykjavík hitti hann þrjá menn, þar á meðal þann sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Tveir mannanna höfðu komið með flugi frá Póllandi. Allir fjórir voru handteknir. Við rannsókn á bifreiðinni hafi fundist 1.238 millilítrar af amfetamínvökva í framhöggvara hennar. Maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst á grundvelli almannahagsmuna. Meint brot mannsins varða allt að tólf ára fangelsi. Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir pólskum manni sem er sterklega grunaður um aðild á innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins. Hann þarf því að sitja áfram í varðhaldi til 14. desember. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. nóvember sem Hæstiréttur staðfestir kemur fram að maðurinn sé búsettur hér á landi. Grunur leiki á að hann hafi átt að taka á móti þremur mönnum sem komu frá Póllandi og vera þeim innan handa með aðstöðu hér á landi í tengslum við stórtækt smygl á amfetamínvökva. Lögreglan hafi fengið upplýsingar frá erlendum tollayfirvöldum um að grunur léki á að fíkniefni væri að finna í bifreið um borð í ferju á leið til Íslands frá Danmörku. Við komuna hingað í ágúst var bifreiðin skoðuð og fannst amfetamínvökvi leka úr bílnum. Í kjölfarið var sími mannsins sem fylgdi bílnum með ferjunni hleraður. Í Reykjavík hitti hann þrjá menn, þar á meðal þann sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Tveir mannanna höfðu komið með flugi frá Póllandi. Allir fjórir voru handteknir. Við rannsókn á bifreiðinni hafi fundist 1.238 millilítrar af amfetamínvökva í framhöggvara hennar. Maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst á grundvelli almannahagsmuna. Meint brot mannsins varða allt að tólf ára fangelsi.
Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21
Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30
Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39