Þórhildur segist aldrei hafa hitt konu sem ekki hefur orðið fyrir áreiti eða ofbeldi Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 13:50 „Ég held að ég hafi aldrei hitt konu sem ekki hefur orðið fyrir einhverskonar áreiti eða ofbeldi. Mjög margar ansi miklu,“sagði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrum alþingiskona í umræðu um byltingu gegn kynferðisofbeldi sem hefur átt sér stað að undanförnu. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar, ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur forseta Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi alþingiskona, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjölmargar konur, bæði í stjórnmálum og öðrum vettvöngum, hafa að undanförnu sagt frá kynferðislegri áreitni, misrétti og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Það hriktir í stoðum feðraveldisins, gott ef það er ekki bara kominn brestur,“ segir Þórhildur. „Ofbeldi er ein af meginstoðum feðraveldisins, margar birtingarmyndir ofbeldis gegn hver öðrum, gegn konum, börnum og náttúru,“ segir Þórhildur og bætir við að feðraveldið sé heimsyfirráðakerfi, óháð trúarbrögðum eða hagfræði. Þórhildur segir að henni þyki byltingin sem er að eiga sér stað vera afar merkilega. „Þetta hefur stefnt í þessa átt með mikilli umræðu um ofbeldismál af ýmsu tagi og líka að ungar konur hafa verið mjög uppteknar af hinni líkamlegu hlið jafnréttisbaráttunnar, beint athygli að því sem mín kynslóð gerði ekki. Við vorum í öðrum hlutum enda var kannski ekki búið að líkamsgera konur svona mikið þá eins og er núna.“ Kolbrún tekur undir með Þórhildi og segir að hún telji að baráttan hafi verið að magnast. „Dropinn hefur verið látinn falla, konur hafa staðið í baráttu gegn kúgun og ofbeldi svo langt aftur sem ég man. Nú er skurnin orðin svo þunn að við erum í raun að slá í gegn,“ segir Kolbrún og bætir við að nú séu miklu fleiri sem standa í jafnréttisbaráttunni en áður. Kolbrún telur að baráttan sé komið á nokkurskonar „tipping point“. „Það er ótrúlega gefandi að fylgjast með þessu hafandi verið í hryllilegu „ströggli“, stappandi í sama smjörinu ár eftir ár án þess að nokkuð þokaðist og svo horfir maður á þetta núna. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta.“ Þórhildur og Kolbrún fjölluðu um jafnréttismál og baráttu gegn kynferðisofbeldi í Sprengisandi í morgun.vísirLítilsvirðandi framkoma ekki síður vandamál Þær segja báðar að þær hafi báðar verið hissa á því hversu margar ungar konur verða fyrir kynferðislegri áreitni. Í þeirra tíð, þegar þær voru yngri að byrja að feta sig í stjórnmálum var meira vandamál með lítilsvirðandi framkomu, sem að þeirra mati er enn við lýði og ekki síður mikilvæg umræða. „Þegar ég var að byrja í stjórnmálum 44 ára gömul þá fannst mér meira um lítilsvirðandi framkomu, það var talað niður til manns. Ég varð ekki fyrir svona kynferðislegri áreitni eins og þær tala um. Ég held að það sé stigsmunur á framkomunni,“ segir Kolbrún. „Það er ekki síður mikilvægt að það sé rætt um hina margvíslegu endalausu kúgun og mismunun sem konur verða fyrir alla sína ævi. Og guð hjálpi konum sem stíga á tærnar á karlmönnum, þeim er refsað grimmilega. Refsikerfin eru margvísleg. Ég held að þetta hafi ekkert breyst,“ segir Þórhildur og bætir við hversu algengt það er að konur séu sagðar vera erfiðar í samvinnu og hafi mikla skapgerðarbresti. „Það er nú meira hvað konur eru kallaðar, þær eru gallaðir karlmenn,“ segir Þórhildur með kaldhæðnum tón.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„Ég held að ég hafi aldrei hitt konu sem ekki hefur orðið fyrir einhverskonar áreiti eða ofbeldi. Mjög margar ansi miklu,“sagði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrum alþingiskona í umræðu um byltingu gegn kynferðisofbeldi sem hefur átt sér stað að undanförnu. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar, ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur forseta Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi alþingiskona, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjölmargar konur, bæði í stjórnmálum og öðrum vettvöngum, hafa að undanförnu sagt frá kynferðislegri áreitni, misrétti og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Það hriktir í stoðum feðraveldisins, gott ef það er ekki bara kominn brestur,“ segir Þórhildur. „Ofbeldi er ein af meginstoðum feðraveldisins, margar birtingarmyndir ofbeldis gegn hver öðrum, gegn konum, börnum og náttúru,“ segir Þórhildur og bætir við að feðraveldið sé heimsyfirráðakerfi, óháð trúarbrögðum eða hagfræði. Þórhildur segir að henni þyki byltingin sem er að eiga sér stað vera afar merkilega. „Þetta hefur stefnt í þessa átt með mikilli umræðu um ofbeldismál af ýmsu tagi og líka að ungar konur hafa verið mjög uppteknar af hinni líkamlegu hlið jafnréttisbaráttunnar, beint athygli að því sem mín kynslóð gerði ekki. Við vorum í öðrum hlutum enda var kannski ekki búið að líkamsgera konur svona mikið þá eins og er núna.“ Kolbrún tekur undir með Þórhildi og segir að hún telji að baráttan hafi verið að magnast. „Dropinn hefur verið látinn falla, konur hafa staðið í baráttu gegn kúgun og ofbeldi svo langt aftur sem ég man. Nú er skurnin orðin svo þunn að við erum í raun að slá í gegn,“ segir Kolbrún og bætir við að nú séu miklu fleiri sem standa í jafnréttisbaráttunni en áður. Kolbrún telur að baráttan sé komið á nokkurskonar „tipping point“. „Það er ótrúlega gefandi að fylgjast með þessu hafandi verið í hryllilegu „ströggli“, stappandi í sama smjörinu ár eftir ár án þess að nokkuð þokaðist og svo horfir maður á þetta núna. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta.“ Þórhildur og Kolbrún fjölluðu um jafnréttismál og baráttu gegn kynferðisofbeldi í Sprengisandi í morgun.vísirLítilsvirðandi framkoma ekki síður vandamál Þær segja báðar að þær hafi báðar verið hissa á því hversu margar ungar konur verða fyrir kynferðislegri áreitni. Í þeirra tíð, þegar þær voru yngri að byrja að feta sig í stjórnmálum var meira vandamál með lítilsvirðandi framkomu, sem að þeirra mati er enn við lýði og ekki síður mikilvæg umræða. „Þegar ég var að byrja í stjórnmálum 44 ára gömul þá fannst mér meira um lítilsvirðandi framkomu, það var talað niður til manns. Ég varð ekki fyrir svona kynferðislegri áreitni eins og þær tala um. Ég held að það sé stigsmunur á framkomunni,“ segir Kolbrún. „Það er ekki síður mikilvægt að það sé rætt um hina margvíslegu endalausu kúgun og mismunun sem konur verða fyrir alla sína ævi. Og guð hjálpi konum sem stíga á tærnar á karlmönnum, þeim er refsað grimmilega. Refsikerfin eru margvísleg. Ég held að þetta hafi ekkert breyst,“ segir Þórhildur og bætir við hversu algengt það er að konur séu sagðar vera erfiðar í samvinnu og hafi mikla skapgerðarbresti. „Það er nú meira hvað konur eru kallaðar, þær eru gallaðir karlmenn,“ segir Þórhildur með kaldhæðnum tón.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00