Sjáðu stiklu úr Black Mirror-þættinum sem var tekinn upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 18:14 Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar og mars síðastliðnum. Netflix Nú hefur stikla litið dagsins ljós úr þættinum Crocodile sem verður sá þriðji í röðinni í fjórðu seríunni af Black Mirror. Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mats síðastliðnum. Þátturinn mun fylgjast með persónum sem reyna að rifja upp tildrög bílslyss með hjálp tækninnar. Leikstjóri þáttarins er John Hilcoat, sem á að baki myndirnar The Road og Lawless, en með aðalhlutverk fara Andre Riseborough, Andrew Gower og Kiran Sonia Sawar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hélt utan um tökur þáttarins hér á landi en tólf Íslendingar eru nefndir sem hluti af tökuteyminu, að því er fram kemur á vef IMDB. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð. Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Fjórða þáttaröðin verður sýnd á Netflix en ekki liggur fyrir hvenær hún verður frumsýnd. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17 Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nú hefur stikla litið dagsins ljós úr þættinum Crocodile sem verður sá þriðji í röðinni í fjórðu seríunni af Black Mirror. Þátturinn var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mats síðastliðnum. Þátturinn mun fylgjast með persónum sem reyna að rifja upp tildrög bílslyss með hjálp tækninnar. Leikstjóri þáttarins er John Hilcoat, sem á að baki myndirnar The Road og Lawless, en með aðalhlutverk fara Andre Riseborough, Andrew Gower og Kiran Sonia Sawar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hélt utan um tökur þáttarins hér á landi en tólf Íslendingar eru nefndir sem hluti af tökuteyminu, að því er fram kemur á vef IMDB. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð. Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Fjórða þáttaröðin verður sýnd á Netflix en ekki liggur fyrir hvenær hún verður frumsýnd.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17 Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12
Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. 28. febrúar 2017 14:17
Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror Einn þáttur fjórðu þáttaraðar Black Mirror var tekinn upp á Íslandi. 26. ágúst 2017 07:51