Sport

Sveit Stjörnunnar varði titilinn á NM í fimleikum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá gólfæfingum Stjörnunnar á síðasta NM.
Frá gólfæfingum Stjörnunnar á síðasta NM. Mynd/Fimleikasambandið
Kvennasveit Stjörnunnar tók gullið á Norðurlandamótinu í fimleikum sem fer fram í Lund í Svíþjóð í dag en lið Stjörnunnar fékk alls 58.216 stig í keppninni eða 883 stigum meira en næsta lið.

Stjarnan hafði töluverða yfirburði bæði í gólfæfingum í dag sem og á slánni en á trampolíninu náðu GT Vikingarna frá Svíþjóð aðeins að höggva á forskot Stjörnukvenna.

Fékk Stjarnan 23.066 stig fyrir gólfæfingar, 17.350 stig fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingarnar á trampolíninu en Stjarnan lauk keppni með 6300 stigum meira en Gerpla.

Sveit Gerplu sem var skipuð ungum og efnilegum stúlkum sýndi á köflum flotta takta, fékk 21.016 stig fyrir gólfæfingarnar og 16.300 fyrir æfingarnar á trampólíni en fengu aðeins 14.600 stig á dýnu.

Er þetta annað mótið í röð sem Stjarnan fagnar sigri en Stjarnan tók einnig gullið árið 2015. Þá er þetta í fjórða skiptið í röð sem íslenskt lið tekur gullið hjá kvennasveitunum og fimmta skiptið á síðustu sex mótum eftir sigur Gerplu árið 2007, 2011 og 2013.

Í blönduðum flokki karla- og kvenna náðu íslensku liðin sér ekki jafn vel á strik, Gerpla hafnaði í 4. sæti með 54.516 stig en Stjarnan lenti í 8. sæti með 50.550 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×