Gætu þurft nýjar réttir á afréttinum vinni Króksbóndi dómsmálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Safnið hefur verið rekið niður í Þverárrétt. vísir/valli „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00