Gætu þurft nýjar réttir á afréttinum vinni Króksbóndi dómsmálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Safnið hefur verið rekið niður í Þverárrétt. vísir/valli „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
„Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00