Tveggja ára fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn börnum sínum þremur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2017 12:27 Móðirin var svipt ökuréttindum í fjóra mánuði fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns. Hún ók bíl sínum inn á svæði strætisvagna við Hlemm, við lögreglustöðina í Reykjavík. Vísir/GVA Móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur yfir margra ára tímabil. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart sjálfu sér lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Trúverðugur framburður barnanna Frásögn barnanna var með sambærilegum hætti, ítarlegar og skýrar. Öll voru sammála um að elsta systkinið hefði orðið fyrir mestu ofbeldi. Framburðurinn þótti afar trúverðugur og lýstu börnin öll létti yfir því að hafa sagt frá ofbeldinu en jafnframt hræðslu vegna viðbragða móðurinnar. Móðirin þvertók fyrir að hafa beitt börnin ofbeldi en viðurkenndi að hafa brugðist skyldum sínum í um eitt ár, frá 2015-2016. Hún sagði fyrrverandi eiginmann hennar hafa beitt börnin ofbeldi auk þess áverkar væru tilkomnir úr leikjum og íþróttum. Í rökstuðningi dómara segir að hafa verði í huga að brotin stóðu yfir um margra ára skeið og beindust að þremur ungum börnum hennar. Þá voru brotin framin á heimilum barnanna þar sem þau eigi að hafa öruggt skjól. 3,9 milljónir í bætur til barnannaKonan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Krafist hafði verið 3,5 milljóna króna fyrir elsta barnið en þrjár milljónir króna fyrir hin tvö.Þá var konan dæmd fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum amfetamíns inn á umferðarsvæði Hlemms, framan við lögreglustöðina, þar sem öll umferð utan strætisvagna er bönnuð. Var hún handtekin og við leit á lögreglustöð fundust þrír pokar með fíkniefnum í handarkrikum hennar. Auk þess fékk hún dóm fyrir að hafa í mars síðastliðnum verið með 14 grömm af kókaíni í fórum sínum. Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur yfir margra ára tímabil. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart sjálfu sér lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Trúverðugur framburður barnanna Frásögn barnanna var með sambærilegum hætti, ítarlegar og skýrar. Öll voru sammála um að elsta systkinið hefði orðið fyrir mestu ofbeldi. Framburðurinn þótti afar trúverðugur og lýstu börnin öll létti yfir því að hafa sagt frá ofbeldinu en jafnframt hræðslu vegna viðbragða móðurinnar. Móðirin þvertók fyrir að hafa beitt börnin ofbeldi en viðurkenndi að hafa brugðist skyldum sínum í um eitt ár, frá 2015-2016. Hún sagði fyrrverandi eiginmann hennar hafa beitt börnin ofbeldi auk þess áverkar væru tilkomnir úr leikjum og íþróttum. Í rökstuðningi dómara segir að hafa verði í huga að brotin stóðu yfir um margra ára skeið og beindust að þremur ungum börnum hennar. Þá voru brotin framin á heimilum barnanna þar sem þau eigi að hafa öruggt skjól. 3,9 milljónir í bætur til barnannaKonan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Krafist hafði verið 3,5 milljóna króna fyrir elsta barnið en þrjár milljónir króna fyrir hin tvö.Þá var konan dæmd fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum amfetamíns inn á umferðarsvæði Hlemms, framan við lögreglustöðina, þar sem öll umferð utan strætisvagna er bönnuð. Var hún handtekin og við leit á lögreglustöð fundust þrír pokar með fíkniefnum í handarkrikum hennar. Auk þess fékk hún dóm fyrir að hafa í mars síðastliðnum verið með 14 grömm af kókaíni í fórum sínum. Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira