Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur yfir margra ára tímabil. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í máli þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnunarbyrði.

Réttargæslumaður þriggja barnanna segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga og kallar eftir endurskoðun á barnaverndarkerfinu hér á landi. Nánar verður rætt við hana í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.

Þar förum við líka yfir nýjustu vendingar í stjórnarmyndunarviðræðum og ræðum við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við móður drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag. Hún segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku.

Við verðum líka á léttari nótum í tímanum og kíkjum á opnunartónleika Iceland Airwaves sem fram fóru á Elliheimilinu Grund í dag. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×