Vekja athygli á gildi barnabóka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:15 Gunnar Helgason segir það vandamál hversu illa barnabækur komist til skila til barnanna, meðal annars vegna þess hversu fjársvelt bókasöfnin eru. Vísir/Eyþór Árnason „Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga. Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga.
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira