Erlent

Sakaður um að hafa fjarlægt búnað úr fallhlíf eiginkonu sinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Emile Cilliers er einnig sakaður um að hafa reynt að myrða þáverandi eiginkonu sína með því að opna fyrir gasleka á heimili þeirra
Emile Cilliers er einnig sakaður um að hafa reynt að myrða þáverandi eiginkonu sína með því að opna fyrir gasleka á heimili þeirra Vísir/Getty
Yfirvöld Í Bretlandi hafa sakað breskan hermann um að hafa reynt að myrða þáverandi eiginkonu sína, Victoriu Gilliers, með því að fjarlæga búnað úr fallhlíf hennar og slasað hana verulega. Emile Cilliers er einnig sakaður um að hafa reynt að myrða hana með því að opna fyrir gasleka á heimili þeirra. Þetta mun hann hafa gert til að geta tekið saman með ástkonu sinni sem hann kynntist á Tinder.

Samkvæmt frétt BBC átti Calliers einnig í ástarsambandi við fyrrverandi eiginkonu sína, Carly Gilliers, á sama tíma. Hann mun einnig hafa verið eftir líftryggingu eiginkonu sinnar vegna skulda sem hann hefur safnað upp.



Réttarhöld yfir Colliers hófust í dag og sagði saksóknari að Victoria væri vön fallhlífarstökki og þjálfaði aðra í því. Þegar hún stökk út úr flugvél í um 1.200 metra hæð þann 5. apríl 2015, virkaði hvorug fallhlíf hennar. Það þykir ótrúlegt að hún hafi lifað fallið af.

Í frétt Sky News segir að tvo mikilvæga hluti hafa vantað í fallhlífar Victoriu. Saksóknari sagði að án þeirra hluta hefðu fallhlífarnar ekki virkað.



Þar segir einnig að skömmu eftir að Cilliers opnað fyrir gasleika á heimili þeirra hjóna og fór út hefði Victoria komist að lekanum og sent honum skilaboð þar sem hún sagði í gríni: „Ertu að reyna að drepa mig?“ Cilliers svaraði um hæl: „Í alvörunni, af hverju ertu að segja það?“

Skömmu seinna stakk hann upp á því að þau færu í fallhlífarstökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×