Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2025 11:06 Konungssinninn Anutin Charnvirakul er nýr forsætisráðherra Taílands. epa/Rungroj Yongrit Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Stjórnlagadómstóll vék í síðustu viku Paetongtarn Shinawatra, sem er meðlimur einnar valdamestu fjölskyldu Taílands, úr forsætisráðherraembættinu vegna þess hvernig hún höndlaði landamæraerjur landsins við Kambódíu. Þetta gerðist í kjölfar þess að símtali milli hennar og við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, var lekið en þar heyrðist Shinawatra kalla kambódíska leiðtogann „frænda“ og gagnrýna taílenska herinn. Hin 39 ára Paetongtarn er dóttir Thaksin Shinawatra og frænka Yingluck Shinawatra, sem bæði voru forsætisráðherrar en var steypt af stóli árin 2006 og 2014. Shinawatra-fjölskyldan hefur þannig lengi farið fyrir flokknum Pheu Thai, sem margir gerðu ráð fyrir að myndi velja næsta forsætisráðherra. Íhaldsflokknum Bhumjaithai tókst hins vegar að tryggja nógu mörg atkvæði til að koma Charnvirakul að. Charnvirakul er staðfastur konungssinni, ólíkt Shinawatra-fjölskyldunni. Greinendur segja þó ekki endilega sjá fyrir endan á pólitískum óstöðugleika í landinu, þar sem margar stjórnir hafa verið settar af ýmist af dómstólum eða hernum. Það vakti athygli þegar Thaksin Shinawatra yfirgaf landið í gær en hann sætir ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hann greindi frá því í morgun að hann hefði flogið til Dúbaí til að gangast undir læknismeðferð og myndi snúa aftur fyrir réttarhöldin, sem hefjast 9. september næstkomandi. Taíland Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Stjórnlagadómstóll vék í síðustu viku Paetongtarn Shinawatra, sem er meðlimur einnar valdamestu fjölskyldu Taílands, úr forsætisráðherraembættinu vegna þess hvernig hún höndlaði landamæraerjur landsins við Kambódíu. Þetta gerðist í kjölfar þess að símtali milli hennar og við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, var lekið en þar heyrðist Shinawatra kalla kambódíska leiðtogann „frænda“ og gagnrýna taílenska herinn. Hin 39 ára Paetongtarn er dóttir Thaksin Shinawatra og frænka Yingluck Shinawatra, sem bæði voru forsætisráðherrar en var steypt af stóli árin 2006 og 2014. Shinawatra-fjölskyldan hefur þannig lengi farið fyrir flokknum Pheu Thai, sem margir gerðu ráð fyrir að myndi velja næsta forsætisráðherra. Íhaldsflokknum Bhumjaithai tókst hins vegar að tryggja nógu mörg atkvæði til að koma Charnvirakul að. Charnvirakul er staðfastur konungssinni, ólíkt Shinawatra-fjölskyldunni. Greinendur segja þó ekki endilega sjá fyrir endan á pólitískum óstöðugleika í landinu, þar sem margar stjórnir hafa verið settar af ýmist af dómstólum eða hernum. Það vakti athygli þegar Thaksin Shinawatra yfirgaf landið í gær en hann sætir ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hann greindi frá því í morgun að hann hefði flogið til Dúbaí til að gangast undir læknismeðferð og myndi snúa aftur fyrir réttarhöldin, sem hefjast 9. september næstkomandi.
Taíland Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira