Æðstu ráðamenn til skoðunar hjá GRECO Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. október 2017 06:00 GRECO beinir nú augum sínum að forseta Íslands, ráðherrum og ráðuneytisstjórum. vísir/anton brink Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira