Guðni bað fólk um að hafa varann á Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2017 12:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í pontu í Háskólabíói í dag. Youtube Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi. Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi.
Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45