Sport

Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum.

Á síðasta tímabili neitaði Colin Kaepernick að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður, í mótmælaskini gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum.

Trump kom fram í Alabama og hélt ræðu þar sem hann sagði: „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan **** af vellinum núna strax, hann er rekinn.““

„Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn.

Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft.

Forsetinn biðlaði einnig til áhorfenda að yfirgefa leikvanga þegar þeir sjá mótmæli leikmanna.


NFL

Tengdar fréttir

Obama tjáir sig um mótmæli Kaepernick

Það hafa allir í Bandaríkjunum skoðun á mótmælum NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick og nú hefur sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, blandað sér í umræðuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.