Sport

Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum.

Á síðasta tímabili neitaði Colin Kaepernick að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður, í mótmælaskini gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum.

Trump kom fram í Alabama og hélt ræðu þar sem hann sagði: „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan **** af vellinum núna strax, hann er rekinn.““

„Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn.

Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft.

Forsetinn biðlaði einnig til áhorfenda að yfirgefa leikvanga þegar þeir sjá mótmæli leikmanna.























NFL

Tengdar fréttir

Obama tjáir sig um mótmæli Kaepernick

Það hafa allir í Bandaríkjunum skoðun á mótmælum NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick og nú hefur sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, blandað sér í umræðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×