Innlent

Vinnuslys í Vesturbænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Eyþór
Tveir sjúkrabílar voru kallaðir út að húsi við Lynghaga í vesturbæ Reykjavíkur í morgun eftir að maður féll nokkra metra af vinnupalli. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Lögregla var kölluð út auk þess sem fulltrúar vinnueftirlitsins mættu til að taka út slysstaðinn. Rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er á sjúkrahúsinu að taka skýrslu af þeim sem lenti í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×