Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra baðst í dag lausnar frá embætti. Ríkisstjórnin situr áfram sem starfsstjórn fram að kosningum. Stefnt er á að halda alþingiskosningar 4. nóvember næstkomandi en það er þó háð samkomulagi flokkanna. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Starfsstjórnin sem nú situr hefur takmarkaðar heimildir samkvæmt venju, þótt enginn lögfræðilegur munur sé á heimildum hennar og hefðbundinnar ríkisstjórnar. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands býst ekki við miklu frá þinginu fram að kosningum í ljósi þess að ríkisstjórnin er starfsstjórn. Við útskýrum þetta í fréttatímanum og ræðum við prófessor við lagadeild HÍ um málið.

Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi kafteinn Pírata hættir á Alþingi að lokningum kosningum í nóvember. Hún hyggst þó áfram vera virk í þjóðmálaumræðunni. Við ræðum við Birgittu og Helga Hrafn Gunnarsson sem stígur á ný inn á hið pólitíska svið eftir 11 mánaða hlé.

Þá fjöllum við um hryðjuverkaárásina við Parsons Green-lestarstöðina í Lundúnum en átján ára karl hefur verið handtekinn vegna aðildar að henni. ISIS-samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×